mánudagur, 27. mars 2006

Gott mataræði…
Kúrbíturinn tók upp á því að hugsa um mataræðið í gærkvöldi. Ákvað að neyta eingöngu ávaxta þetta kvöld. Hreinsun, bæði á líkama og sál. Kúrbíturinn kíkti á framboðið. Epli, bananar og vínber. Sumt var í föstu formi en annað í fljótandi. Eftir mikla íhugun, velting og þankagang ákvað Kúrbíturinn að fá sér vínber.

Fyrir valinu varð ítalska rauðvínið Tommasi Valpolicella…

Það er gott að gleðjast…
Kúrbítnum finnst ekkert betra en að gleðjast yfir velgengni annarra. Það er alltaf gott þegar góðir hlutir eiga sér stað. Stórkostlegt. Gleðitilfinningin er sífellt sterkari eftir því sem fólkið stendur honum nær.

Kúrbíturinn gleðst svo sannarlega…

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heeheheheh, datt aldrei í hug að þessi pistill myndi enda á því að þú fengir þér rauðvín alger sjokker

Nafnlaus sagði...

Gullid

Eg get sagt ter ad mer gekk mjog vel ad bora i nefid i dag og stiflan naestum farinn. Tvi geturu gladst heilann helling.

Nafnlaus sagði...

Búrhvalurinn

Lengi lifi rauðvínið