fimmtudagur, 23. mars 2006

Hún er komin á höfuðið...
Sá atburður hefur átt sér stað sem allir hafa beðið eftir. Kúrbíturinn er kominn með Dirty Harry klippingu. Á hverjum morgni mun Kúrbíturinn arka í rokinu meðfram ströndinni. Móður og másandi. Í þeirri viðleitni sinni að ná þessu ekta veðurbarða yfirbragði Dirty Harry.

Allt fyrir fegurðina...

Flagð undir fögru...
Eftir hárskurðinn leit Kúrbíturinn í spegil með lokkana liggjandi í valnum allt um kring. Blasti við honum blákaldur veruleikinn. Gráu hárin voru svo sannarlega fleiri en hann hafði nokkurn tímann grunað. Þau höfðu legið í leyni undir axlarsíðum lokkum Kúrbítsins, hrædd um viðbrögð húsbónda síns og eigin tilveru.

Kúrbíturinn er þrátt fyrir allt sáttur...

Enn vantar ótal marga...
Kúrbíturinn nýtir sér ýmis konar tjáningarform til þess að komast af. Eitt af þessum tjáningarformum er vestræn upppfinning sem kallast MSN. Nytsamur hlutur sem gerir það að verkum að hann getur haldið sambandi við fólk um allan heim. Haldið sambandi við ótal margar manneskjur. Manneskjur frá ótal heimsálfum, kynþáttum, litarháttum og svo sannarlega framvegis.

Kúrbíturinn vill biðja að alla þá sem ekki eru nú þegar á þessum tjáningarlista hans um að viðbæta honum. Viðbætur eru nánast alltaf til góðs.

Slóðin er kjartansturluson@hotmail.com...

Tæpur sólarhringur...
Nú er svo komið að Kúrbíturinn getur hlustað á Tom Waits í 20,9 klukkustundir án þess að heyra sama lagið tvisvar.

Stórkostlegt...

Gleðilega helgi...
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, slétthærðum og skollóttum jafnt sem krullhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og vonar að allir hafi það sem allra best.

3 ummæli:

BJ sagði...

Þá spyr jeg bara - hvað áttu ekki með meistara TW.
Kannski áttu eitthvað er ég eigi hef í mínu safni. (en það er eiginlega bara 1 plta/diskur).

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn verður að draga í land og viðurkenna mistök. Þarna leyndust tvö eintö af sama meistaraverki TW.

Kúrbíturinn á 18 klst. af efni með meistaranum...

Nafnlaus sagði...

Er ekki alltaf pláss fyrir nýtt fólk sem þú þekkjir ekki á MSN listanum þínum???Má ég bæta þér inn á listann minn???Kveðja Guðrún