fimmtudagur, 6. apríl 2006

Skilningsleysi á ólíkindum...
Allir eru einstakir á sinn hátt og þar af leiðandi ólíkir. Ólíkir m.a. vegna landfræðilegra, menningarlegra, félagslegra og trúarlegra þátta. Öll þessi ólíkindi hjálpa til við að gera þennan heim að stórkostlegum stað. Fjölbreytileiki. Aftur á móti segir sagan það að erfitt er að halda friðinn í svona hrærigraut. Eilífar styrjaldir, ófriður og erjur.

Liggur orsök hörmunganna í ólíkindum þeirra sem byggja þennan heim? Öllu heldur í skilningsleysi sumra á ólíkindum þeirra í samanburði við alla hina ólíku sem líka eiga heima á þessum stað?

Lausnin gæti leynst í auknum skilningi á ólíkindum....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert ólíkindatól herra Kúrbítur.
Kveðja, Sólin ;)

Nafnlaus sagði...

þá ætti skilningur á óíkindum að vera jafnt og umburðarlyndi og minna en ást en meira en þekkingarleysi