Svona leit Kúrbíturinn út fyrir nákvæmlega einu ári og sjö mánuðum. Skeggjaður og krullhærður með hár niður á axlir. Druslulegur með hengingaról og þó nokkuð við skál.
Allt breytist einhvern veginn...
Ráð undir rifi...
Það hafa örugglega einhverjir undrað sig á hávöxnum manni sem klórar sér í hausnum fyrir utan Þórsgötu 20. Á morgni hvers einasta dags. Eftir nokkurt klór gengur hann til vinstri, snýst á hæl og gengur síðan í allt aðra átt. Eftir mislanga stund verða fagnaðarfundir. Sjaldan fljótt en oftast nokkuð seint. Kúrbítnum finnst það einhvern veginn svo erfitt að muna hvar hann leggur bifreiðinni á kvöldin.
Kúrbíturinn mun aldrei gefast upp heldur reynir eftir mætti að berjast gegn þessum hvimleiða vandamáli. Skrifar niður næturstað bifreiðarinnar á stórt blað með stórum stöfum. Leggur blaðið á áberandi stað og vonast til að ramba á það að morgni næsta dags. Heppnast stundum en alls ekki alltaf.
Þórsgata, Njarðargata, Freyjugata, Baldursgata, Skólavörðustígur, Lokastígur...
1 ummæli:
Krúttlingur
Gæti ekki verið meira sammála með bílastæði hér í 101 ... Hef hlaupið hægri vinstri að leita að bílnum ... og þarf að koma heim á ákveðnum tímum til að eiga sjéns í stæði ...
Mæli með að skilja bílinn reglulega eftir á ákveðnum stað ...
Góðar stundir ...
Skrifa ummæli