Kúrbíturinn hefur aldrei verið uppnuminn af ítalskri tónlist. Undantekningin sannar regluna. Á fjörur Kúrbítsins rak stórkostlegur tónlistarmaður - Vinicio Capossela. Hin ítalska útgáfa af sjálfum Tom Waits. Hann er svo sannarlega undir áhrifum frá meistaranum.
Tónlist, útlit og háttarlag...

Næstum því fluga í höfuðið...
Kúrbítnum finnst stundum skemmtilegt að fá flugur í höfuðið. Oftast skrýtnar og oftast ekki allra. En sumar flugur eiga að halda sér fjarri. Langt í burtu. Það er samt svo að sumar flugur vita hreinlega ekki af þessari staðreynd.
Ein illkynja fluga stefndi í áttina að höfði Kúrbítsins um daginn. Milli augnanna var áfangastaðurinn og stefnan svo sannarlega rétt. Á undraverðan hátt náði Kúrbíturinn að henda sér í gólfið og afstýra árekstri. Kúrbíturinn lá hjákátlegur á gólfinu.
Randaflugan hló...en ekki lengi.
1 ummæli:
Eittvað þykir mér Kúrbíturinn vera upptekinn þessi misseri....er hann kannski farinn að nýta námið sitt ?
Maður veit ekki !!
Skrifa ummæli