sunnudagur, 4. júní 2006

Allt til enda og aftur á ný...
Kúrbíturinn stakk sér í bókalestur, sökkti sér til botns og upplifunin framúrskarandi. Það er yndislegt að upplifa stórkostlegar bækur. Forréttindi. Draumaland Andra Snæs Magnasonar er svo sannarlega forvitnileg lesning. Betra er seint en aldrei. Draumalandið opnar augu lesandans og fær hann til hugsa, kíkja út fyrir rammann og einstrengislega skoðanamyndun íslensks þjóðfélags.

Kúrbíturinn kláraði bókina á undraverðum hraða, lagði hana frá sér og hallaði sér aftur í hægindastólnum. Eftir augnablik kviknaði löngun til þess að lesa bókina aftur.

Kúrbíturinn lét það eftir sér...

Engin ummæli: