Ferðasaga gærkvöldsins í lykilorðum...
Reykjavík, Keflavík, London, Bergamo, Mílanó, Pizza, Crudo, Grana Padano, Vino Rosso, Caffé, Via Passeroni, Corso di Porta Ticinese, Trattoria Toscana, Mojito, Via Ripa, Vino Bianco, Piadine...
Lykilfólk gærkvöldsins...
Björgvin, Egill, Biggi, Massimiliano, Maria, Valerie, Jim, Fabio, Masako, Marta, Blandine...
Kóngurinn ríkir enn...
Götuhorn Mílanóborgar eru leikvellir fólksins, mælti eitt sinn Kúrbíturinn. Þar safnast fólkið saman og ræðir lífið og tilveruna. Allar götur hafa horn og þar er Via Passeroni engin undantekning. Vinsælt horn með kaffihúsi og góðri stétt. Oft margt um manninn, konuna og börnin. Allir koma og fara, staldra stutt en stundum lengi. Einn er þar alltaf og fer hvergi. Hann er kóngur í ríki sínu og ríkið hans er hornið. Kóngurinn þekkir alla og allir þekkja kónginn. Kúrbíturinn er einn af þessum öllum.
Allir ættu að vera kóngar en ríkin yrðu að sjálfsögðu mismunandi stór...
Nýtt símanúmer...
Kúrbíturinn er kominn með nýtt númer sem hann verður með næstu tvær vikurnar.
0039-3331178382...
Vængjuð orð...
“Loneliness is a good thing to share with somebody”
Coach úr Staupasteini
2 ummæli:
elsku kúrbítur...
bið að heilsa mílanó af öllu mínu hjarta, sit hér með tárin í augunum af söknuði. ó ítalía, ó ítalía....
buon divertimento! Tobs
Kúrbíturinn kíkti á Amici miei og fann að staðurinn þarf að fá TogS i heimsókn sem allra fyrst...
Skrifa ummæli