Nú er komið að kveðjustund hjá Kúrbítnum, skilja við borgina sem reynst hefur honum svo vel undanfarin misseri. Nú heldur Kúrbíturinn af stað til næsta áfangastaðar. Næsti áfangastaður er sjálf Rómarborg, höfuðborg Ítalíu.
Kúrbíturinn kveður Mílanó sáttur...
Stórkostlegar kræsingar...
Kúrbíturinn kíkti á stórkostlegan fiskistað hér í Mílanóborg, La Risacca Blu. Kvöldið kostaði sitt en svo sannarlega þess virði. Þegar kvöldið geispaði golunni voru diskarnir orðnir sex talsins, hver öðrum betri.
Þetta kvöld var snætt með sælkerum sem vissu allt um hvern einasta disk. Þeir vissu allt um matinn en höfðu ekki hugmynd um eldamennsku hans. Þetta er ekki spurning um að kunna að elda kræsingarnar heldur að kunna njóta þeirra.
Kúrbíturinn kann svo sannarlega að njóta...
Myndfestar minningar...
Hægt er að nálgast nokkrar myndfestar minningar frá nóvember í Mílanó með því að smella hér.
Nokkur lykilorð frá La Risacca Blu...
Smokkfiskur, túnfiskur, þorskur, kræklingur, rækjur, kolkrabbi, heimalagað pasta, hvítvín, mirto, caffé, vodka, heimalagað pasta, grappa...
Félagsskapur í sérflokki...
Að lokinni stórkostlegri máltíð voru menn svo sannarlega sáttir með lífið og tilveruna.

2 ummæli:
Dóri
Við erum gott teymi ásamt honum max. Stórkostlegur drengur....
..bíddu - tók bloggið líka enda eða??
Skrifa ummæli