mánudagur, 4. desember 2006

Einfaldlega stórkostlegt...
Eitt þokukennt kvöld í Mílanóborg gekk Kúrbíturinn heim á leið eftir velheppnað kvöld. Á leið sinni kom hann auga á lítinn bíl reyna að leggja í ennþá minna stæði. Allt gekk smurt á stórkostlegan hátt. Það kom Kúrbítnum mikið á óvart að undir stýri var undurfagur kvenmaður.

Kúrbíturinn elskar að sjá fallegar konur sem kunna að leggja í stæði.

Gerist ekki oft heldur allt of sjaldan...

Líklega...
Undanfarna tvo mánuði hefur Kúrbíturinn líklega drukkið meira magn af rauðvíni en meðalmaðurinn gerir á allri sinni ævi.

Kúrbíturinn hefur svo sannarlega verið þyrstur...

Ferðasagan í fáeinum orðum...
Reykjavík - Mílanó - Flórens - Mílanó - Bergamo - Hamborg - Mílanó - New York - Mílanó - Barcelona - Mílanó - Róm - Berlín - Reykjavík.

2 ummæli:

Krist í steríó sagði...

Það er ótrúlegt fyrir ÆÐRA kynið að sjá veikara kynið leggja bíl af nærgætni. Þær eiga það til að geta gert svona hluti eins og leggja bíl, en við skulum hafa í huga að bakvið hverja fagra konu stendur KARLMAÐUR. Þannig að við vitum fyrir víst hvað liggur þessari lagningu bílsins......

Nafnlaus sagði...

Dóri

Gaman að hafa fengið að vera partur af þessari glæsilegu ferðasögu.