miðvikudagur, 15. nóvember 2006

Að njóta listarinnar...
Það er stórkostleg upplifun að fara í stærsta leikhús Barcelona. Það er hrein upplifun að sitja alveg við sviðið, lifa sig inn í verkið og njóta stundarinnar. Mikil dramatík, tilfinningar og ást á leikhúsinu einkenna gjörðir leikaranna. Áhorfendur hrífast, hrópa og lifa sig inn í verkið.

Allir leggja sig fram en sumir eru einfaldlega betri en aðrir. Einn stendur upp úr og sýnir allar sínar bestu hliðar.

Ronaldinho er stjarna kvöldsins...

Nýjar uppgötvanir...
National Bank, Tom Mcrae, King of Convenience, Jens Lekman, Arcade Fire, Minor Majority, Stan Getz...

Myndfestar minningar...
Hægt er að nálgast nokkrar myndfestar minningar frá Barcelona með því að smella hér.

2 ummæli:

BJ sagði...

Je hefðeh sko gjéfið mekeð fyrir að hafa verið þarne meðyggur mar

Nafnlaus sagði...

Benni:

Verður að fá þér Getz/Gilberto diskinn með Stan Getz og Joao Gilberto hann er gott ef ekki fallegri en ljóshærða daman á síðunni þinni...