La Cantina delle Zucchine...
Nú fer að líða að því að hafist verði handa við jólauppskeru Kúrbítsins. Upphafið kemur allt of seint og endirinn kemur alls ekki snemma í ár. Afrakstur erfiðisins verður ekki tilbúið fyrr en um miðbik þorra.
Samkvæmt reglum víngerðarmanna á vínið að geymast á flöskum í heilan mánuð. Slíkt gerist aldrei hjá Kúrbítnum. Í góðu árferði er síðasta flaskan svo sannarlega búin innan geymslumánuðar. Óþolinmæði, græðgi og agaleysi.
Kúrbíturinn telur að þetta verði besta jólavínið frá upphafi og árgangnum verður minnst sem tímamótavíni í sögu alþjóðlegrar vínræktar.
Aðventan 2006…
Að fá ekki í skóinn er eitt, að eiga ekki súkkulaðidagatal er annað.
Kúrbíturinn er brjálaður…
1 ummæli:
Bara að jafna sig og bruna í Bónus og kaupa eitt súkkulaðidagatal ... jafnvel þrjú?
Luv,
Krúttlingur
Skrifa ummæli