þriðjudagur, 19. desember 2006

Skammt, stutt og fátt...
Kúrbíturinn hefur farið nokkuð víða en samt svo skammt, langt en samt svo stutt, séð margt en samt svo óskaplega fátt.

Kúrbíturinn hefur heimsótt eftirtalin lönd:
England, Skotland, N-Írland, Danmörk, Svíþjóð, Spánn, Ítalía, Þýskaland, Indland, Bandaríkin, Austurríki, Lúxemborg, Belgía, Pólland, Ungverjaland, Slóvakía, Tyrkland, Kýpur, Frakkland, Portúgal, Sviss, San Marínó, Holland

Kúrbíturinn hefur séð svo agnarlítinn hluta af heiminum. Heimurinn er stór en Kúrbíturinn svo lítill. Mikið verk framundan og tilhlökkunin mikil.

Kúrbíturinn lítur á björtu hliðarnar...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn er að gleyma einhverjum löndum, það er ljóst.

Sé t.a.m. ekki Vestmannaeyjar á listanum!

Svetly sagði...

...Kúrbíturinn gæti verið smærri hafa séð minna og heimurinn gæti verið stærri..hmm
Mér þykir kúrbíturinn bara asskoti stór og hafa séð mikið - finnst hann bara ótrúlega ríkur og hlakka mikið til "komandi ferðasagna" framtíðarinnar :)