Skammt, stutt og fátt...
Kúrbíturinn hefur farið nokkuð víða en samt svo skammt, langt en samt svo stutt, séð margt en samt svo óskaplega fátt.
Kúrbíturinn hefur heimsótt eftirtalin lönd:
England, Skotland, N-Írland, Danmörk, Svíþjóð, Spánn, Ítalía, Þýskaland, Indland, Bandaríkin, Austurríki, Lúxemborg, Belgía, Pólland, Ungverjaland, Slóvakía, Tyrkland, Kýpur, Frakkland, Portúgal, Sviss, San Marínó, Holland
Kúrbíturinn hefur séð svo agnarlítinn hluta af heiminum. Heimurinn er stór en Kúrbíturinn svo lítill. Mikið verk framundan og tilhlökkunin mikil.
Kúrbíturinn lítur á björtu hliðarnar...
2 ummæli:
Kúrbíturinn er að gleyma einhverjum löndum, það er ljóst.
Sé t.a.m. ekki Vestmannaeyjar á listanum!
...Kúrbíturinn gæti verið smærri hafa séð minna og heimurinn gæti verið stærri..hmm
Mér þykir kúrbíturinn bara asskoti stór og hafa séð mikið - finnst hann bara ótrúlega ríkur og hlakka mikið til "komandi ferðasagna" framtíðarinnar :)
Skrifa ummæli