mánudagur, 30. júlí 2007

Hugsanir og veltingur...
Mannfólkið hugsar margt en veltir öðru. Sumt er einfaldara en annað, sumt er flóknara en hitt. Það eru margar hliðar á öllu, einungis mismunandi margar. Sumir skoða einungis eina hlið á öllu, aðrir allar hliðar á fáu. Erfitt er að skoða allar hliðar á öllu þar sem tíminn er takmörkuð auðlind.

Í lífinu er ekki allt svart eða hvítt, gott eða slæmt, rétt eða rangt. Allt er einhversstaðar þarna á milli, hér eða þar, hingað eða þangað.

Engin ummæli: