Að vera sáttur...
Það er góður eiginleiki að vera sáttur. Sáttur við sjálfan sig, alla menn og hvert einasta dýr. Að vera sáttur er ekki það sama og vera saddur. Saddur af metnaði, framförum, markmiðum og elju. Stundum er hollt að horfa um öxl, fylla hugann af minningum og velta fyrir sér leiðinni að þeim stað þar sem maður er staddur. Kúrbíturinn er sáttur við sjálfan sig, jákvæður í eigin garð og horfir fram á veginn. Horfir fram á veginn í þeirri von að bæta sig sem persónu og þær undirstöður sem hann vill standa fyrir í lífinu.
Svo er nú það...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli