Var en verður...
Kúrbíturinn á sér lítið skjól í allt öðru landi. Flýr í skjólið endrum og eins. Skjólið er fyrir utan röntgengleraugun. Kúrbíturinn kíkti nýverið í skjólið, skemmti sér konunglega og kvaddi með söknuði. Allt á sitt upphaf, miðju og endi.
Kúrbíturinn lifði einföldu lífi í Mílanóborg. Rauðvín, kræsingar, tónlist og góður félagsskapur var allt sem þurfti til að gera ferðina stórkostlega. Háttatíminn breytilegur en lengd svefnsins ávallt sá sami. Tíu tíma svefn var einfaldlega nauðsynlegur.
Það voru kræsingar lagðar á borð fyrir Kúrbítinn, hvern einasta dag. Hver máltíð var sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Oft svo sorglegt að hafa ekki meira magamál. Löngunin óendanleg en magamálið takmarkað.
Stundum er gott að eiga fleiri en eitt skjól. Eitt skjól í dag en annað á morgun. Síbreytilegt, fjölbreytt og spennandi. Kúrbíturinn hefur fundið sér skjól í París og flýr þangað fljótlega. Spánýtt skjól með sama þema. Rauðvín, kræsingar og stórkostlegur félagsskapur.
Lífið er svo sannarlega stórkostlegt...
1 ummæli:
þú er listræn manneskja
Skrifa ummæli