Lítið gistiheimili á friðsælum og fallegum stað á Ítalíu. Stór jörð með náttúruna allt um kring. Útsýnið yndislegt í allar áttir. Austur, vestur, suður og norður. Allt nær jafnvel lengra en augað eygir.

Vínviðurinn á jörðinni nægir til góðrar uppskeru öllum til handa. Ferðamenn, gestir og gangandi verða ekki sviknir af rúbínrauðu guðaveigunum. Allt lagt í uppskeruna, bæði af líkama og sál.
Hér og þar vaxa falleg ólífutré til framleiðslu á eigin ólífuolíu. Allt lagt undir hvern einasta dropa, hvern einasta dag.
Síðast en ekki síst vaxa ræktarleg sítrónutré á jörðinni. Hér og þar, þar og hér. Uppskera sítrónutrjánna notuð í leyniuppskrift gistiheimilisins að stórfenglegu limoncello.
Tilhugsunin er yndisleg...
2 ummæli:
Var þig að dreyma gamli minn ??
Góður draumur mar.
- BJ
Frábærlega teiknuð mynd ... Snilldin ein!
Kveðja,
Krúttlingur
Skrifa ummæli