fimmtudagur, 9. september 2004

Kúrbíturinn er bjargarlaus í Mílanó...
Það er skelfilegt ástand hjá Kúrbítnum, þvottavélin er biluð og Kúrbíturinn er gjörsamlega úrræðalaus. Hreinu fötunum fækkar með hverjum deginum og fer að líða að því að Kúrbíturinn þurfi annaðhvort að láta gera við fjandans þvottavélina eða fara að þvo í höndunum. Þetta eru báðir vondir kostir því það er mikið mál að fá til sín viðgerðarmann hér á Ítalíu og það er náttúrulega enn meira mál fyrir Kúrbítinn að fara að þvo fötin sín í höndunum. Kúrbíturinn kann nefnilega alls ekki að þvo í höndunum, hefur aldrei gert það og hefur aldrei ætlað sér að læra það. En nú er svo komið að Kúrbíturinn á einungis einar hreinar nærbuxur og þarf annað hvort að þvo í höndunum eða kaupa sér nýjar...það getur þó verið dýrt spaug að þurfa alltaf að kaupa sér ný föt þegar hin verða skítug. Kúrbíturinn óskar eftir leiðbeiningum um það hvernig maður þvær í höndunum...eða á hann kannski bara að manna sig upp, hringja í viðgerðarmann og gera við fjandans þvottavélina.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eg legg til ad Kurbiturinn syni karlmennsku sina i verki, klaedi sig i verkamannasmekkbuxur og verdi ber ad ofan, smyrji a sig oliu, setji a sig blaa derhufu, og leggist svo undir velina og geri vid hana sjalfur. Karlmennska Kurbitsins fer hratt minnkandi ef hann fer ad thvo i hondunum en akvedi hann ad gera thad legg eg til ad hann kaupi ser rosottan kjol eins og tha sem itolsku husmaedurnar nota thegar thaer eru i husverkunum.
Froskurinn

Nafnlaus sagði...

Eg legg til ad Kurbiturinn syni karlmennsku sina i verki, klaedi sig i verkamannasmekkbuxur og verdi ber ad ofan, smyrji a sig oliu, setji a sig blaa derhufu, og leggist svo undir velina og geri vid hana sjalfur. Karlmennska Kurbitsins fer hratt minnkandi ef hann fer ad thvo i hondunum en akvedi hann ad gera thad legg eg til ad hann kaupi ser rosottan kjol eins og tha sem itolsku husmaedurnar nota thegar thaer eru i husverkunum.
Froskurinn

Nafnlaus sagði...

Thad eru svona akvardanir sem fara alveg med Kurbitinn, rosottur kjoll eda oliuborinn i smekkbuxum...kannski er bara best ad hringja i vidgerdarmann.