laugardagur, 16. október 2004

Kúrbíturinn í atvinnuleit...
Nú fer að líða að útskrift hjá Kúrbítnum og komi tími til kominn á að hann fari að huga að atvinnuleit. Kúrbíturinn ákvað að taka af skarið og sækja um vellaunaða vinnu þar sem vinnutíminn er stuttur og miklir peningar í boði. Kúrbíturinn labbaði inn á aðalskrifstofu knattspyrnufélagsins Inter Milan, sem staðsett á Via Durini, og sótti um starf sem aðalmarkmaður félagins. Kúrbíturinn gekk upp að Massimo Moratti, forseta félagsins og sagði orðrétt "My name is Kúrbítur and I'm a former goalkeeper number one in Fylkir, one of the most famous Icelandic football club". Kúrbíturinn varð fyrir miklum vonbrigðum þegar honum var sparkað út úr byggingunni með nafnspjaldið hjá frægu geðsjúkrarhúsi í borginni.

Kúrbíturinn ætlar svo sannarlega ekki að leggja árar í bát heldur berjast áfram og endanum mun hann svo sannarlega finna draumastarfið...þar sem stuttur vinnutími og miklir peningar eru í boði.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ginfan verður að segja að forráða menn Inter Milan hljóta að vera miklir fláráðar enda kúrbíturinn laaaangbesti markvörður sem Ginfan þekkir og þó víðar væri leitað. Ginfan myndi treysta kúrbít til að spila með hvaða liði sem er, meðal annars uppáhalds liði sínu, LEEDS í 1. deildinni ensku.(og FYLKI að sjálfsögðu) Ég treysti því að forráðamenn AC Milan séu meiri mannþekkjarar en þetta og hafi betri sögur frá kúrbítnum að segja en þá endalausu rauðvínsdrykkju og ljósaleysi sem fram hefur farið á heimili hans. Ég hvet Kúrbítinn til að hitta þá menn að máli. Forráðamenn Inter hafa greinilega fylgst með framferði kúbítsins á heimasíðu hans, enda með íslenskukunnáttu á sérsviði. GINFAN.COM hlakkar líka til að sjá kúrbítinn á Herrakvöldi Fylkis í lok Janúar. ;)

Nafnlaus sagði...

koma tímar koma ráð. ljóst er að kúrbíturinn er lausn inters á vandamálunum sem þeir eru að glíma við í dag... áfram Fylkir og auðvitað inter líka..;)