miðvikudagur, 1. júní 2005

Upp, ofan, niður, neðan...
Eftir langan vetur kemur vor, í dag er komið sumar. Þetta hefur verið erfiður vetur fyrir Kúrbítinn, forsendur breyttar, vonir brostnar og miklar væntingar sem aðeins sumpart gengu upp.

Eitt sinn var Kúrbíturinn annar helmingur af heild en núna er hann einungis heild. Nýjar forsendur, nýtt upphaf. Oft hugsað til baka en einstöku sinnum fram.

Kúrbíturinn kom heim eftir framhaldsnám í skemmtilegri borg, með skemmtilegu fólki, með nýja reynslu og ferskar hugmyndir. Ekki verður á allt kosið, segir í textanum.

Í byrjun október stefnir Kúrbíturinn að leggja land undir fót og ferðast í nokkrar vikur. Innan Evrópu eða utan. Hann þarf á því að halda.

Nokkrir möguleikar hér fyrir neðan:

# Sjálfboðaliðastörf á Indlandi

# Lestarferðalag um Evrópu

# Ítölskunám í Mílanó

Kúrbíturinn óskar eftir hugmyndum að ferðalögum, stórum sem smáum, nær sem fjær, innan sem utan, langt sem skammt.

Það er einfaldlega eitthvað sem togar í Kúrbítinn...

5 ummæli:

BJ sagði...

Jeg hef heyrt að það sé nokkuð sniðugt að bjóða fram starskrafta sína í vínberjatínslu í Kúbu....
Er víst stundað af Erbi & félögum, hef jeg heyrt...

Nafnlaus sagði...

Búrhvalurinn:
Ég gæti auðveldlega reddað þér framandi starfi á norðvestuhluta spánar við landbúnað. Þar myndi þú geta hlaupið um holt og hæðir og slegið korn, elt kindur, farið á úlfa og villisvínaveiðar og notið fellegasta landsvæðis Spánar í botn.
Pæling!!

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn er ánægður með áhugaverðar hugmyndir.

Meira meira ...

BJ sagði...

Ef allt fer á versta veg fyrir mig, þá kem jeg meþþér til Italý í túngumálanám... Ekki spurning.

Jeg skála stórum köldum Birra Moretti fyrir þér..

Nafnlaus sagði...

Einn galli við Kúbu - heimamenn eiga ekki heimangengt ef (alvarlegar) ástir takast með fólki... og á Kúbu eru miklar líkur á því.