fimmtudagur, 15. september 2005

Markmið í sjálfu sér...
Kúrbítnum finnst að allir menn og allar konur eigi að nýta jarðvist sína til þess að sanna fyrir sjálfum sér að mannleg breyskni búi ekki í öllum mönnum.

Sumt en ekki allt...
Kúrbíturinn tengir tilfinningar við allt það góða í kringum hann, stundum veikar en oftar sterkar. Leitar sífellt á ný í eitthvað sem hann átti forðum. Manneskjur, hluti og minningar. Vill stundum að hlutirnir verði aftur eins og þeir voru. Að hann eigi hluti í dag sem löngu eru farnir. Sumt fær hann aftur en annað ekki.

Þrátt fyrir það horfir Kúrbíturinn sífellt til framtíðar. Fram en sjaldan aftur. En sumt átti hann eitt sinn sem aldrei verður betra. Lagast ekki, venst.

3 ummæli:

Svetly sagði...

"..þarna þekki ég þig - sykurpúði" *heh*..góð mynd af þér!! ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með titilinn félagi. Klassaleikur hjá þér.

Björninn

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það félagi