Margt að gerast en samt ekki neitt...
Líf Kúrbítsins er í ákveðinni biðstöðu þessa dagana. Allt að gerast en í rauninni alls ekki neitt. Ákveðið mál í kyrrstöðu og ekki hægt að hefja annað. Það er aftar í röðinni. Veltur á hinu en hitt ekki á því sem veltur. Svona er nú lífið.
Stundum gerast góðir hlutir og stundum verri. Oft í sitthvoru lagi en stundum í bland. Engu við ráði en allt fer einhvern veginn. Enginn veit ævina fyrr en öll er. Það er það sem gerir lífið svona spennandi en samt svo snúið. Krefjandi og laust við yfirlæti.
Kúrbíturinn vonar að málið sem veltur komist á hreint svo hann geti hrint hinu í framkvæmd. Hitt málið er að yfirgefa klakann og stíga á land við hærra hitastig. Fjarlægu landi sem þrátt fyrir allt er ekkert svo fjarlægt fyrir Kúrbítinn.
Kúrbíturinn þarf á því að halda að komast burt. Gleyma sér í drykkju, áti og fjölbreyttum menningarheimum.
Allt gengur upp á endanum, einungis spurning um tíma...
Það eru kostir við allt...
Kúrbíturinn telur að það sé hægt að finna kosti við alla hluti og alla menn. Kosturinn við að eiga heima í Árbænum er hvað það er stutt til Akureyrar.
Þetta snýst allt um jákvæðni...
2 ummæli:
Hélt yður ættuð heima í menningunni í 101.... Í mjög krúttlegri & góðri íbúð við skólavörðuholltið...
kúrbíturinn gæti átt systur sem heitir Pollýanna......
Skrifa ummæli