fimmtudagur, 9. mars 2006

Skelfilegt aðskotadýr...
Kúrbíturinn fór inn á baðherbergið sitt í morgun. Þar blasti við honum ófögur sjón, aðkotadýr sem örugglega flestir vilja vera án. Þetta var svona fjögurra arma kvikindi sem stóð á þeim aftari tveimur. Hárugt á ýmsum stöðum með starandi augu og illt augnaráð. Langt, mjótt og aumingjalegt.

Kúrbíturinn varð skelfingu lostinn, hræddur og langaði mest að flýja í öruggan faðm móður sinnar. Eftir að hann var búinn að horfa á þetta kvikindi í nokkurn tíma varð honum skelfingin ljós.

Kúrbíturinn var að horfa á sjálfan sig í spegli...

Farinn af landi brott...
Kúrbíturinn er farinn af landi brott og mun dvelja í New York um helgina...



Gleðilega helgi...
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, slétthærðum og skollóttum jafnt sem krullhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og vonar að allir hafi það sem allra best.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ha, ha, ha ... framan af hefði þetta getað verið silfurskotta ...
Góða ferð
Eldri borgari

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn er silfurrefur...