Að eiga sér sögu á allt öðrum stað...
Mílanó skal vonandi fljótt verða áfangastaður í lífi Kúrbítsins þar sem minningarnar flæða um stræti og torg. Það er einhvern veginn svo skemmtilegt að eiga sér sögu á öðrum stað, langt í burtu. Hér er um að ræða sögu Kúrbítsins á allan hátt, frá upphafi til enda. Í þessari sögu hafa verið margar sögupersónur, margt átti sér stað og sumt hefði aldrei átt að eiga sér stað. Kúrbíturinn lék að sjáflfögðu aðalhlutverkið með fullt af stórkostlegum aukapersónum sem léku misstór hlutverk í mislangan tíma.
Persónur og leikendur hafa flestir yfirgefið borgina, skrifa nýjar sögur á allt öðrum stöðum...
2 ummæli:
Það er eitthvað við þessa færslu sem er svo fáránlega flott að ... maður á ekki til orð!
Kveðja,
Þóra Kjeld
Takk fyrir það, alltaf svo skemmtilegt að skrifa um hluti sem standa manni nær en nálægt.
Kúrbíturinn
Skrifa ummæli